fornenska gamlar myndir Haydn keltar morð mozart Reykjavík saga samkynhneigð Skrítið víkingar þjóðsögur

  • Þrettándinn

    Í frumkristni héldu menn að Jesús hefði fæðst 6. janúar þrátt fyrir að þess sé hvergi getið í heilagri ritningu.

    Seint á 6. öld ákvað svo eitt af kirkjuþingunum að hann hefði fæðst 25. desember.

    Ástæðan fyrir því að við höldum aðfangadaginn heilagan er vegna þess að nýr dagur Gyðinga hefst við sólsetur daginn á undan.

    Hérlendis hefur þrettándanóttin verið lokadagur jóla en vegna tímatalsbreytingar sem átti sér stað árið 1700 sló honum saman við gamla nýárið.

    Þá, samkvæmt þjóðtrúnni gerist ýmislegt undarlegt, til að mynda geta kýr talað og álfar koma úr klettum. Einnig var kveikt í gömlum kertastubbum til að brenna jólin út.

    Mér hefur alltaf fundist álfalögin okkar ákaflega heillandi og þá sérstaklega á þrettándanum.

    Ólafur Liljurós er vikivaki, eitthvað sem Danir drápu hér en lifir góðu lífi í Færeyjum.

    https://youtu.be/rfjaob7FsTg

  • Þórslíknesið

    Einn merkasti dýrgripur Þjóðminjasafns Íslands er þórslíkneskið.

    Það fannst nálægt Akureyri 1815 er talið vera ca. frá árinu 1000.

    Vegna þess túlka sumir þetta litla líkneski sem blending heiðinnar og kristnnar trúar enda heldur Þór þarna á öfugum krossi. Hann gæti auðvitað líka verið hamarinn hans, Mjölnir.

    Aðrir vilja meina að þetta sé hnefi í hnefatafli.

    Athugulir sjá að hann heldur um klofið skegg sitt. Svona eins og sumir hnefar í hnefatöflum gera.

    Þórslíkneskið
    Hnefni úr íslensku hnefatafli

  • Pældíessu!

    Ég hef oft velt fyrir mér sögnina að pæla. Mér hefur alltaf þótt hún frekar undarleg.

    Að velta einhverju fyrir sér er einhvern veginn miklu myndrænna.

    En þegar rist er fyrir torfi myndast pælur í túnum. Þetta orð er samstofna ensku sögninni to peel.

    Þegar maður pælir er maður væntanlega hægt og rólega að komast nær kjarna málsins.

    Hér má sjá pælur við nýhlaðinn túngarð og epli á örlagastund.

  • Aðeins um forfeður okkar Germanina

    Árið 98 eftir Krist kom út ritið Germania eftir rómverska sagnfræðinginn Cornelius Tacitus.

    Á þessum tíma hafði siðferði Rómverja tekið að hnigna all verulega (samkvæmt honum) og í riti sínu hnýtir Tacticus í samtíma sinn með því að lýsa kostum villimannanna, óvinum Rómar.

    Hér takast því á heillandi andstæður, dygðir villimannanna fyrir norðan og saurlífi elítunnar í Róm.

    En hverjir voru þessir germanir?

    (meira…)
  • Collingwood og Mayer

    Árið 1836 kom franska her- og rannsóknarskipið La Recherche til Íslands hlaðið hópi vísinda-, fræði- og listamanna á vegum frönsku stjórnarinnar eftir velheppnaðan leiðangur Páls Gaimard árið áður.

    Þeirra á meðal var landslagsmálarinn Auguste Mayer.

    61 ári síðar eða árið 1897 var hingað mættur listamaðurinn William Gershom Collingwood með vatnslitakassann sinn.

    Eftir þá liggur fjöldi mynda sem er orðinn partur af íslenskum þjóðararfi.

    Drekkingarhylur 1836
    Drekkingarhylur 1836

    Auðvitað var skundað á Þingvöll þaðan sem þessar myndir koma.

    (meira…)
  • Edinborg hinna sjö sæva

    Það er eitthvað sérlega heillandi við afskekkt eyjasamfélög. Ég hef áður minnst á eyjuna St. Kilda og byggðina sem þar lagðist í eyði 29. ágúst árið 1930.

    (meira…)
  • Þannig var. . . .

    Iðandi mannlíf í Austurstræti á að giska um 1950. Heimurinn var sennilega öruggari en lögreglan sýnilegri. Þarna kallast meistararnir á, Guðjón Samúelsson til hægri og Rögnvaldur Ólafsson til vinstri.

    (meira…)
  • Morðið í Dúkskoti

    Vesturgatan í Reykjavík er ein af elstu götum bæjarins, og liggur eins og nafnið gefur til kynna, vestur upp af Aðalstræti.

    Dúkskot

    Í landi Garðastrætis við Vesturgötu stóð torfbær sem reistur var um árið 1800 og þar var framið fyrsta morð Íslandssögunnar sem olli fjölmiðlafári.

    (meira…)
  • Páskarnir og páskaeggin

    Páskarnir eru elsta hátíð kristinna manna og má upphaf þeirra rekja til þess tíma er Hebrear voru hirðingjar sem flökkuðu með sauðfé sitt milli haga.

    Á vorin er ærnar voru lambfullar forðuðust Hebrearnir eftir fremsta megni að drepa þær (eðlilega) og föstuðu. En eftir að sauðburði lauk upphófst mikið húllum hæ í formi nokkurskonar sauðburðarhátíðar með hoppi og skoppi. Það hét á þeirra máli pesah.

    (meira…)
  • Af Engilsöxum, uppruna konunga og norrænum áhrifum.

    Þegar að Rómverjar yfirgáfu England árið 410 opnuðust dyr fyrir germönsku þjóðflokkana, Jóta og Engla frá Jótlandi og Saxa frá Neðra-Saxlandi (sem kenndir voru við hnífana sína, söxin), til að færa sig yfir Ermasundið.

    (meira…)